31.5.2024 | 16:59
Árviss fjölgun einhverfra tekur enda
Í ársskýrslu Tryggingastofnunar ríkisins eru ekki einungis neikvæðar fréttir af þróun heilsu landsmanna. Í klippunni má sjá á að árinu 2023 hefur árviss fjölgun einhverfra barna stöðvast. Hver getur verið skýringin á að þróun sem hefur varað í áratugi hægir á sér og vonandi stöðvast? Getur verið að skýringarinnar sé að leita í hlutfallslega færri barnabólusetningum á fyrstu misserum covid faraldursins? Stöðug fjölgun einhverfra um áratuga skeið hefur ekki verið skýrð með trúverðugum hætti. Fjölgun einhverfra, sem líkist einna helst faraldri, er með ólíkindum þegar horft er til þess að á Íslandi höfðu innan við 100 einstaklingar greinst með einhverfu skömmu fyrir aldamót.
31.5.2024 | 06:46
Geðheilsu landsmanna hrakar hratt frá 2014
Að fjöldi landsmanna með geðröskun hafi þrefaldast frá 2014 er með ólíkindum. Klippan úr ársskýrslu Tryggingastofnunar ríkisins fyrir árið 2023 ber með sér að einstaklingum sem þiggja endurhæfingarlífeyri hjá stofnuninni vegna geðraskana tekur að fjölga 2014 umfram mannfjöldaþróun og úr takti við aðrar sjúkdómsástæður sem liggja til grundvallar endurhæfingarlífeyri frá stofnuninni.
Breyting á reglum TR 2013/2014 kann að skýra þróunina. Ljóst er að óbreyttu stefnir í að nokkuð stór hluti þjóðarinnar verði kominn á endurhæfingarlífeyri vegna geðraskana hjá TR áður en núverandi áratugur hefur runnið sitt skeið.
Útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins vegna endurhæfingarlífeyris hækkuðu úr tæpum 12 milljörðum í tæpa 15 milljarða á milli áranna 2022 og 2023 eða um liðlega 25%. Athygliverð þróun að covid faraldri afstöðnum. Einstaklingum sem þáðu endurhæfingarlífeyri í desember frá TR fjölgaði um 11% á milli áranna 2022 og 2023. Fjöldatölur í endurhæfingu miðast við talningu í desember hvert ár þar sem endurhæfing getur varað frá 1 mánuði og upp í eitt ár innan ársins.
27.5.2024 | 17:16
Tvöföldun sjúkradagpeninga frá 2021
26.5.2024 | 12:07
Fækkun fæðinga víða um lönd
25.5.2024 | 15:47
Samtakamáttur virkjaður
17.5.2024 | 13:15