Leita í fréttum mbl.is

Að pissa í skóinn sinn

Hvernig heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlækni er fyrirmunað að leysa úr vandamálum sem hlaðist hafa upp á skrifborði hennar sem landlæknis á liðnum árum sjást víða merki. Ein birtingarmynd slakrar stjórnunar sést á efnistökum hennar gagnvart Geðheilsumiðstöð barna (GMB) þar sem metfjöldi barna eða 2.500 börn bíða eftir ADHD- eða einhverfugreiningu. Sem fyrrverandi landlæknir hefur Alma horft í aðgerðarleysi á biðlista barna eftir þjónustu GMB lengjast ár frá ári frá stofnun 2022 án þess að bregðast við með nokkrum hætti. Það var ekki fyrr en 7. febrúar á þessu ári að ráðherra taldi sig ekki lengur komast hjá að veita auknu fjármagni til GMB sem dugði til fjölgunar stöðugilda um tvö. Svo stór var þessi rausnarlega ákvörðun að Alma lét sérstaklega hafa eftir sér í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að með henni væri verið að „stytta bið barna eftir mikilvægri þjónustu og setja geðheilbrigðismál í forgang.“ Öllum sem til þekktu vissu að þessi aðgerð myndi litlu sem engu breyta og þarna væri fyrrverandi landlæknis enn og aftur að pissa í skóinn sinn. Fimm mánuðum síðar greinir yfirlæknir GMB frá því að í þvílíkt óefni sé komið að helsta úrræði stofnunarinnar til lausnar vandanum sé að vísa börnum og foreldrum þeirra frá.Alma pissar í skóinn


Heilbrigðis- og öldrunarmálin ein rjúkandi rúst

Samanburður á nýgengi krabbameins í aldurshópnum 65 til 79 ára sýnir sérstöðu Íslands meðal frændþjóðanna á Norðurlöndum með 3% fjölgun nýrra tilfella krabbameins á milli áranna 2021 og 2023. Hjá Finnum stendur fjöldi nýrra greininga í stað en hjá Svíum fækkar aldursstöðluðum greiningum um 1,6%, Norðmönnum um 2,2% og Dönum um 2,4%.

Ísland var með hæstu aldursstöðluðu umframdánartíðni 30 Evrópulanda bæði 2023 og 2024 og með aðra hæstu umframdánartíðnina í álfunni 2022. Á árinu 2024 reyndist umframdánartíðnin lægri hjá 25 þjóðum en á viðmiðunarárunum 2017 til 2019, hún stóð í stað hjá tveimur þjóðum en er hærri hjá einungis þremur þjóðum og mest á Íslandi.

Úrræðaleysi og kerfisleg lausatök er einkunn ríkisendurskoðanda vegna mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans í stjórnsýsluúttekt sem sýnir að 10% stöðugilda spítalans eru ómönnuð. Að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafi lengst jafn mikið og raun ber vitni er órækur vitnisburður arfaslakrar stjórnunar því ekkert er jafn fyrirsjáanlegt í þessu lífi og öldrun þjóðarinnar og vaxandi árviss þörf eftir nýjum hjúkrunarrýmum.Excess Europe Cancer Scandi


Kóað með heilbrigðisráðherra

Athygli vekur að forstjórinn notar ekki viðtalið til að upplýsa blaðamann um hvers vegna Landspítalinn greindi fjárlaganefnd ekki frá raunverulegri ástæðu mikillar fjölgunar illkynja meina og hvers vegna hann gat ekki fjallað af hreinskilni um fjárvöntun spítalans til lyfjakaupa fyrir nefndinni. Frekar kaus spítalinn að afvegaleiða fjárlaganefndina með því að skýra aukningu á nýgreiningum krabbameina með mannfjöldabreytingum og hækkandi meðalaldri. Fjölgun landsmanna um 8,7% frá 2021 og lenging meðalaldurs um 0,3 ár skýrir ekki aukningu á nýgreiningum krabbameina á liðnum misserum og 48,5% útgjaldavöxt ríkissjóðs vegna leyfisskyldra lyfja. Aðalástæðu fjárvöntunar til krabbameinslyfjakaupa þekkja stjórnendur spítalans að rekja má til fjöldabólusetningar landsmanna með Covid mRNA bóluefnunum.Útgjöld ríkissjóðs v leyfisskyldra lyfja


mbl.is Grafalvarlegt mál en vonar að úr rætist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landspítalinn afvegaleiðir fjárlaganefnd

Alþingismenn voru afvegaleiddir við afgreiðslu fjárlaga þegar aukning á nýgreiningum krabbameina var skýrð af stjórnendum Landspítalans með mannfjöldabreytingum og hækkandi meðalaldri. Fjölgun landsmanna um 8,7% frá 2021 og lenging meðalaldurs um 0,3 ár...

« Fyrri síða

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband