Leita í fréttum mbl.is

Sannleikurinn sigrar að lokum

Robert W Malone MD, sem setu á í ACIP Ráðgjafanefnd Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um bóluefni, telur raunverulegu ástæðuna fyrir nýlegum afsögnum nokkurra stjórnenda CDC vera heimild sem ráðgjafanefndin fékk til að skipa starfshóp sem ætlað er m.a. að rannsaka öryggi og virkni COVID bóluefnanna. Stjórnendurnir hafi gert sér grein fyrir að blekkingar CDC um virkni og skaðleysi efnanna væru komnar á endastöð og sannleikurinn væri á hraðri leið upp á yfirborðið. Titrings gætir í systurstofnunum Embættis landlæknis í Evrópu vegna skipunar starfshópsins. Hvers vegna liggur í augum uppi. Klippan er af upptalningu verkefna.Description of ACIP workgroup activities


48,5% hækkun kostnaðar vegna leyfisskyldra lyfja frá 2021

Í umsögn Landspítalans um leyfisskyld lyf (að megninu sem meðferð við krabbameini) í fjárlögum fyrir árið 2025 kemur fram að spítalinn áætli að heildarkostnaður lyfjanna á árinu 2025 verði 18.803 milljónir en þar sem fjárlagaliðurinn í frumvarpinu hljóði upp á 16.725 milljónir nemi frávikið 2.078 milljónum. Kostnaður leyfisskyldra lyfja nam 12.660 milljónum 2021 og verður því 48,5% hærri á þessu ári.Kostnaður leyfisskyldra lyfja þróun og frv


Hrikalegur slóði mistaka

Við Helgi vekjum í Morgunblaðinu í dag athygli á harðri gagnrýni formanns læknafélagsins á störf Ölmu D. Möller fyrrverandi landlæknis sem gegndi embættinu frá árinu 2018 þar til hún settist í stól heilbrigðisráðherra um síðustu áramót.

Formaður lækna gagnrýnir heilbrigðisráðherra

Formaður læknafélagsins harmar þá stöðu sem upp er komin í krabbameinsmeðferðum hér á landi þar sem biðlistar lengjast og fólk hefur jafnvel þurft að leita út fyrir landsteinana til að fá viðeigandi meðferð. Telur hún að heildarsýn yfir heilbrigðiskerfið hér á landi vanti algjörlega og að hluta vandans megi rekja til þess. „Mér finnst sorglegt að fá þær fréttir að við séum komin í þá stöðu að þurfa að senda fólk utan í meðferð sem á sjálfsögðu að vera í boði hér“ sagði formaðurinn. Stefnuleysið gengur ekki lengur og „ef maður hefur ekki yfirsýn yfir þá getur maður misst bolta. Það er farið að gerast þarna og það mun gerast víðar á komandi árum ef við ætlum að halda áfram að ýta þessu verkefni á undan okkur og ekki takast á við það“ sagði formaður læknafélagsins.

Grein - Form laekna gagnrynir AEngum dylst að hörð gagnrýni formannsins á stöðu og þróun heilbrigðiskerfisins beinist að megninu að störfum Ölmu D. Möller fyrrverandi landlæknis sem gegndi embættinu frá árinu 2018 þar til hún settist í stól heilbrigðisráðherra um síðustu áramót. Að heilbrigðisráðherra sé gagnrýndur af formanni læknafélagsins með jafn afgerandi hætti og gert er í viðtalinu kemur ekki á óvart þar sem trúverðugleiki lækna hefur dalað meðal landsmanna á liðnum misserum. Ljóst er að vöntun á geislafræðingum við Landspítalann á þátt í lengingu biðtíma eftir krabbameinsmeðferð. Það er óviðunandi staða sem aðilar verða að ná samkomulagi um að lagfæra. En það er miður að formaður læknafélagsins hafi farið út af sporinu í viðtalinu þegar hann skýrir ófullnægjandi stöðu meðferðar  krabbameinssjúklinga með vísan til hratt vaxandi meðalaldurs þjóðarinnar. Sú skýring heldur ekki vatni þar sem meðalaldur þjóðarinnar hafði í ársbyrjun lengst um 0,5 ár (1,3%) frá 2021 og getur því ekki skýrt fjölgun nýrra tilfella krabbameina um 22% og 48,5% hækkun kostnaðar vegna leyfisskyldra lyfja.

Raunalegt er að sjá formann læknafélagsins bætast í hóp stjórnenda Landspítala sem skýra óviðunandi bið krabbameinssjúkra eftir meðferð með vísan til lengri meðalaldurs landsmanna. Enginn nefnir aðalástæðu lengri biðtíma eftir meðferð og hækkun kostnaðar vegna leyfisskyldra lyfja sem er að sprenging hefur orðið í fjölgun krabbameina frá bólusetningu landsmanna gegn Covid á árinu 2021.

Þær gríðarlegu áskoranir sem formaður læknafélagsins vísar til í viðtalinu felast ekki síst í nauðsyn viðhorfsbreytingu stjórnenda. Læknar ásamt stjórnendum Landspítalans og Krabbameinsfélagsins verða að rjúfa þögnina um skaðsemi bóluefnanna. Þeir eiga ekki lengur að kóa með fyrrverandi landlækni og afneita augljósum staðreyndum. Forsenda þess að tekið verði markvisst á vanda krabbameinssjúkra er að horfst sé í augu við afleiðingarnar af bólusetningu 80% landsmanna með svo til óreyndum bóluefnum sem að auki byggðu á nýrri tækni. Traust er grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Þegar traustið brestur, brestur allt. Læknar, stjórnendur og ráðherrar verða að skilja að traustið byggist á sannleika – ekki á þögn eða undanbrögðum.

Við erum að horfa á afleiðingar af stærstu læknamistökum Íslandssögunnar.

Höfundar:

Þorgeir Eyjólfsson eftirlaunaþegi

Helgi Örn Viggósson hugbúnaðarsérfræðingur


14,3 földun nýrra POTS greininga

Á Íslandi bregðast Sjúkratryggingar, að ráðgjöf Landlæknis og með skilningi heilbrigðisráðherra, við fjölgun sjúklinga með POTS með því að hætta greiðsluþátttöku í vökvagjöf sjúklinga sem þeim er ráðlagt af læknum. Sparnaðarviðbrögðin í kerfinu kunna að...

Loksins horfst í augu við staðreyndir

Því ber að fagna að heilbrigðisráðherra horfist loks í augu við staðreyndir þegar tilkynnt er um stofnun vinnuhóps um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga sem takast á við vandamál í kjölfar Covid. Hlutfall landsmanna á vinnumarkaði hefur liðlega tvöfaldast...

Sólargeisli og kraftaverk

Skaðinn af Covid fjöldabólusetningunum á heilsufar landsmanna leynir sér ekki á myndinni úr fimm ára tölfræðiyfirliti Landspítalans. Einstaklingum sem leituðu til spítalans fjölgaði um 17,6% frá 2022 á sama tíma og íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um...

Tjónið kemur fram af vaxandi þunga

Komum á svið hjarta-, augn- og krabbameinsþjónustu fjölgaði um 13% og komum á svið bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu fjölgaði um 15% mánuðina janúar til og með júní á þessu ári borið saman við sama tímabil 2024. Landsmönnum fjölgaði um 1,5% á...

115% hækkun hlutfalls landsmanna á endurhæfingarlífeyri TR frá 2022

Á árinu 2022 fengu 1,3% landsmanna á aldrinum 18 til 66 ára greiddan endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Réttur til endurhæfingarlífeyris hjá TR virkjast ekki fyrr en önnur réttindi hafa verið fullnýtt og því þarf veikindarétturinn hjá...

Bólusetningar og umframdauðsföll

Myndin sýnir uppsafnaðar stærðir umframdauðsfalla á Íslandi frá byrjun 2020 og uppsafnaðan fjölda bólusetninga frá áramótum 20/21 til loka árs 2022. Það var 11.3.2020 sem WHO gaf út yfirlýsingu þess efni að Covid-19 væri heimsfaraldur. Á vinstri ás (rauð...

Tölur Hagstofunnar rangar

Utanríkisráðherra segir Íslendinga þurfa að viðurkenna að tölur Hagstofu Íslands um viðskipti milli landa séu rangar. Getur hugsast að öðrum tölum Hagstofunnar sé varlega treystandi? Hvað með tölur um fæðingar og andlát sem unnar eru og birtar að...

Næsta síða »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband