Leita í fréttum mbl.is

Að svipta heimilislækni starfsleyfi

Hæstiréttur Queensland í Ástralíu hefur fellt dóm í máli heimilislæknisins Dr. William Anicha Bay gegn AHPRA Australian Health Practitioner Regulation Agency, The Medical Board of Australia og State of Queensland til ógildingar starfsleyfissviptingu frá 17.8.2022. Fyrsttöldu aðilarnir hafa hliðstæð verkefni á hendi í Ástralíu og Embætti landlæknis á Íslandi.

Landlæknir hafði svipt heimilislækninn leyfi til að stunda lækningar á grundvelli fimm ábendinga vegna óviðunandi atferlis læknisins þar sem vísað var til a) myndbands á Facebook þar sem læknirinn fullyrti að bólusetningar gegn covid hefðu valdið skaða, b) beinni útsendingu (live stream) á Facebook þar sem heimilislæknirinn hafði fjallað um covid bólusetningar og aðild hans sem heimilislæknis að bólusetningum hefði leitt til dauða sjúklings og valdið sjúklingum skaða, c) beinnar útsendingar á Facebook fyrir utan heimili frumbyggja með brjóstverk meðan beðið var sjúkrabíls, d) þátttöku læknisins í mótmælum covid bólusetninga fyrir utan skrifstofur AHPRA. Fimmta kvörtunin beindist að atferli læknisins á 400 manna læknaráðstefnu þar sem læknirinn hefði sent beint (livestreaming) frá fyrirlestri um sóttvarnaráðstafanir faraldursins þar sem læknirinn hrópaði að læknum í salnum; „hættið að þvinga þessum bóluefnum upp á almenning í Ástralíu þar sem bóluefnin eru að drepa fólk.“ Við þetta hefði læknirinn bætt varnaðarorðum til ráðstefnugesta um að trúa ummælum landlæknis í fyrirlestri á ráðstefnunni mátulega þar sem landlæknir hefði farið rangt með og „gaslýst“ læknanna í fyrirlestri. Ennfremur þóttu ummæli heimilislæknisins um gildi náttúrulegs ónæmis til varnar veirunni ótrúverðug.

Hæstiréttur afturkallaði ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að svipta heimilislækninn starfsleyfi með svo afgerandi dómsorði að talið er að læknirinn hafi stöðu til höfðunar skaðabótamáls á hendur heilbrigðisyfirvöldum til heimtu tapaðra tekna á þessu tveggja ára tímabili sem hann hefur ekki getið stundað heimilislækningar.

Hvort niðurstaða hæstaréttar andfætlinga okkar um mál- og skoðanafrelsi heimilislæknis sem fer gegn viðhorfi heilbrigðisyfirvalda rýfur ærandi þögn íslenskra lækna um skaðann af völdum mRNA efnanna á eftir að koma í ljós. Hlekkurinn er á dómsorð Hæstaréttar Queensland.

(Klippan er úr pósti Aussie17)Astrolsk starfsleyfissvipting


Bloggfærslur 13. desember 2024

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband