Leita í fréttum mbl.is

Af ótímabærum dauðsföllum

Áhugavert verður að sjá endurreiknaðar og leiðréttar tölur landlæknis um umframdánartíðni á liðnum árum á Íslandi en landlæknir hefur notast við ofmetnar mannfjöldatölur Hagstofunnar við útreikningana. Leiðréttar mannfjöldatölur munu hækka hlutfall látinna í prósentum reiknað.

Þessi skekkja hefur ekki áhrif á uppgefnar tölur Evrópsku hagfræðistofnunarinnar (Eurostat) um hlutfall umframdauðsfalla þar sem stofnunin tekur ekki tillit til mannfjöldaþróunar við útreikninga sína.

Hins vegar er nýlegt vinnuskjal OECD með röngum og of lágum tölum um dánartíðni á Íslandi en í því var gerður samanburður á þróun dauðsfalla aðildarlanda stofnunarinnar á liðnum misserum að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta eins og breytinga á mannfjölda. Mannfjöldavillan er óheppileg fyrir sóttvarnalækni sem notfærði sér vinnuskjal OECD sem vísbendingu um að vel hefði tekist til við sóttvarnir á liðnum árum.

Vonandi fara stjórnendur heilbrigðismála að átta sig á að mismunandi aðferðafræði við útreikning umframdauðsfalla breytir ekki staðreyndum. Landsmönnum sem hlotið hafa ótímabæran dauðdaga fyrir tilverknað mRNA efnanna fækkar ekki hvernig sem er reiknað. Því væri tíma embættismannanna betur varið í að kynna sér ritrýndar rannsóknarniðurstöður um skaðsemi mRNA efnanna en að liggja yfir útreikningum um hvernig lækka megi með reiknikúnstum hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi sem eru mánuð eftir mánuð meðal þeirra hæstu í Evrópu.


Bloggfærslur 11. febrúar 2024

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband