Leita í fréttum mbl.is

Eigum við von á holskeflu krabbameins?

Fara þarf aftur til ársins 2017 í tilviki karla og ársins 2016 í tilviki kvenna til að finna lægri tölur um ólifaða meðalævi við fæðingu en á árinu 2022. Hér hefur mikil breyting átt sér stað og óvíst um þróun. Þegar horft er til þess háa kaupverðs sem lyfjarisarnir hafa greitt við nýleg kaup á framleiðendum krabbameinslyfja er rétt að fara varlega við að spá lengingu ólifaðrar meðalævi við fæðingu. Lyfjaframleiðendur virðast gera ráð fyrir holskeflu krabbameinstilvika á komandi misserum og því stóraukinnar eftirspurnar eftir krabbameinslyfjum. Með öðrum hætti er ekki unnt að skýra hátt kaupverð framleiðenda krabbameinslyfja.

Olifud medalaevi

 


Meirihluti eftirlaunaþega afþakkaði covid sprautu vetrarins

Að 57% Íslendinga á aldrinum 70 til 79 ára hafi afþakkað bólusetningu gegn covid í vetur þykir með ólíkindum í stjórnkerfinu og sýna mikla vantrú almennings á faglegri þekkingu sóttvarnalæknis og endurspegla rýrnandi traust í garð embættis landlæknis. Traust í garð embættisins virðist hafa hrunið í fyrra samfara upplýsingum um mikinn fjölda ótímabærra dauðsfalla og veikinda sem talið er að rekja megi til bóluefnanna.

Vantrú almennings á faglegri þekkingu sóttvarnalæknis og getu til að takast á við sóttvarnir kemur ekki á óvart þegar rifjaðar eru upp yfirlýsingar læknisins þar sem hún staðfestir að hafa ekki kynnt sér helstu rannsóknarniðurstöður um skaðsemi og gagnsleysi mRNA efnanna sem smitvarnar. Frægt er að endemum þegar sóttvarnalæknir sagðist ekki kannast við fjölgun látinna af völdum krabbameins. Þetta sagði hún þrátt fyrir að dánarmeinaskrá landlæknis fyrir árið 2022 lýsi skelfilegri þróun. Dauðsföllum af völdum illkynja æxla fjölgaði um 9% á árinu 2022. Illkynja æxli í blöðruhálskirtli dró 21% fleiri til dauða en á fyrra ári, eitilæxli 17%, mergæxli 40%, æxli í brisi 23% og dauðsföllum af völdum hvítblæðis fjölgaði um 33% frá fyrra ári.

Mörgum bóluefnasköðuðum var brugðið í nótt þegar lyfjaframleiðandi valdi vettvang Ofurskálarinnar til að hefja auglýsingaherferð krabbameinslyfja. Orðasambandið að slá tvær flugur í einu höggi fékk hér ofurmerkingu. Fyrst að valda skaða – síðan að útvega lækninguna. Miljandi hagnaður á báðum endum.


Bloggfærslur 12. febrúar 2024

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband