Leita í fréttum mbl.is

Þagnarmúr sérfræðinga á heilbrigðissviði um skaðsemi covid mRNA efnanna

Bandaríkin og Nýja Sjáland eru einu löndin sem heimila lyfjaframleiðendum að markaðssetja lyfseðilskyld lyf beint til neytenda með auglýsingum. Megnið af auglýsingum birtast í sjónvarpi. Á árinu 2016 ráðstöfuðu lyfjafyrirtækin $9.6 milljörðum i auglýsingar. Þar af $6 milljörðum í auglýsingar á lyfseðilsskyldum lyfjum. Fjármunirnir sem varið var í auglýsingar voru innan við helmingur þeirrar fjárhæðar sem runnu í markaðskostnað gagnvart sérfræðingum á heilbrigðissviði sem nam $20.3 milljörðum. Undir þessum lið eru aðstoð lyfjafyrirtækjanna við lækna að velja „réttu" lyfin (prescriber detailing) sem nam $5.6 milljörðum og $1 milljarður í ferðakostnað og þóknanir tengdum ráðstefnum auk máltíða.Laeknar og umframdaudsfollin

Það sem lyfjaframleiðendur vöruðu sig ekki á þegar þeir þröngvuðu óreyndum Covid mRNA bóluefnunum í gegn um neyðarleyfisferlið er að tugir milljóna bandaríkjamanna átta sig nú á fjárhagslegu hagsmunum sem að baki liggja og að hagsmunirnir séu af þeirri stærðargráðu að viðhorf sem snúa að heilsuvernd og lækningu víkja. Hér á Íslandi birtast þessir sömu undirliggjandi hagsmunir í tregðu sóttvarnayfirvalda við að taka notkun covid mRNA efnanna til endurskoðunar þrátt fyrir augljósar ástæður sem gefa tilefni til endurskoðunar á notkun efnanna.

Samkvæmt Gallup könnun vestra frá 2022 höfðu 75% landsmanna neikvætt viðhorf til stóru lyfjafyrirtækjanna og átta sig á hættunni sem bóluefnunum fylgir og hvernig kastað var til höndum við prófun efnanna. Almenningur veltir skiljanlega fyrir sér hvers vegna ástæða sé til að trúa því sem lyfjaframleiðendur segja um barnabóluefnin með skaðann og dauðsföllin sem rekja má til covid mRNA efnanna fyrir augum.

En ef til vill hefur skaðinn sem covid mRNA efnin hafa valdið ekki verið til einskins. Foreldrar víða um lönd allan hafa nú á sér andvara gagnvart bólusetningum afkvæma sinna. Það sem áður þótti sjálfsagt og framkvæmt var af lítilli íhugun heldur í dag andvöku fyrir mörgum foreldrum. Lyfjaframleiðendur uppskera bakslag í afkomu og verði hlutabréfa sinna vegna þess hvernig staðið var að innleiðingu covid mRNA efnanna. Þeir glötuðu tiltrú þorra almennings sem nú áttar sig á hagnaðarviðhorfunum sem undir liggja. Að hafa þröngvað svikinni vöru sem sóttvörn og þar til viðbótar skaðlegri heilsu fólks upp á þjóðirnar mun bitna á afkomu lyfjafyrirtækjanna á næstu árum.

 


Bloggfærslur 17. febrúar 2024

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband