26.2.2024 | 14:56
Þjónkun við lyfjaframleiðendur má ekki útiloka meðferðarúrræði
Meðal þess sem dánarmeinaskrá landlæknis fyrir árið 2022 upplýsti landsmenn um var að dauðsföllum af völdum illkynja krabbameinsæxla fjölgaði um 9% á árinu 2022. Illkynja æxli í blöðruhálskirtli dró 21% fleiri til dauða en á fyrra ári, eitilæxli 17%, mergæxli 40%, æxli í brisi 23% og dauðsföllum af völdum hvítblæðis fjölgaði um 33% frá fyrra ári.
Dauðsföllin af völdum krabbameins eru toppurinn á ísjakanum. Einstaklingum sem takast á við sjúkdóminn fer fjölgandi. Í hlekkjaðri frásögn er fjallað um lyfið Ivermectin hvers höfundar þáðu Nóbelsverðlaunin 2015 fyrir og hugsanlegan lækningamátt þess við krabbameini. Vitað er að lyfið stóð í vegi fyrir neyðarleyfisveitingu covid mRNA efnanna og því var lyfið gert tortryggilegt þrátt fyrir að tugir rannsókna hafi sýnt fram á lækningamátt þess.
Nú er hafin umræða á ný um Ivermectin og hugsanlegan lækningamátt gegn krabbameini. Auðvitað mun það ekki henta lyfjaframleiðendum sem fjárfest hafa verulegar fjárhæðir í fyrirtækjum á liðnum mánuðum sem sérhæfa sig í framleiðslu krabbameinslyfja. Úthrópun Ivermectin mun því halda áfram. En er það í lagi þegar heilsa krabbameinssjúkra er í húfi?
26.2.2024 | 07:52
Nothing to see here, move along
Þegar horft er á súluritið og fjölgun tilkynntra dauðsfalla af völdum bóluefnanna í gagnagrunninn á árinu 2021 er erfitt að verjast þeirri hugsun að skynsemi stjórnenda heilbrigðismála sé verulega áfátt. Að þau haldi áfram covid mRNA bólusetningum að birtum niðurstöðum þúsunda rannsókna sem staðfesta skaðsemi bóluefnanna og gagnsleysi þeirra sem smitvarnar er með öllu óskiljanlegt.
Efra súluritið sýnir fjölda tilkynntra dauðsfalla í gagnagrunn Bandaríkjanna frá 1990 sem heldur utan um skaða af völdum bólusetninga. Vaccine Adverse Event Reporting System (VAERS) Neðri myndin sýnir tíðni dauðsfallanna eftir dögum frá bólusetningu. Vitað er að einungis hluti skaðatilvika er tilkynntur inn í gagnagrunninn þar sem grunnurinn byggir á valkvæðum tilkynningum (passive). Varfærnir telja að margfalda megi fjölda tilkynninga með að minnsta kosti 35 til að fá rétta mynd af raunverulegum fjölda skaðatilvika af völdum bóluefna.