15.3.2024 | 13:52
Af heilsubresti Kate Middleton
Eftir því sem lengra líður frá kviðarholsaðgerð Prinsessunnar af Wales fjölgar þeim sem telja að veikindin séu alvarlegri en frásagnir konungshallarinnar gefa til kynna. Dr. William Makis læknir og sérfræðingur á sviði ónæmis, krabbameins og röntgenlækninga veltir stöðunni fyrir sér í eftirfarandi klippum:
15.3.2024 | 08:43
Einu gildir hvernig reiknað er ótímabæru dauðsföllin eru staðreynd
Efra súluritið sýnir samanburð á hlutfalli umframdauðsfalla á Íslandi og löndum ESB samkvæmt tölum Evrópsku hagfræðistofnunarinnar (Eurostat).
Neðra súluritið sýnir niðurstöður útreikninga embættis Landlæknis á hlutfalli umframdauðsfalla. Við útreikninga landlæknis er tekið tillit til mannfjöldaþróunar á tímabilinu.
Á súluritunum má sjá að á Íslandi deyja hlutfallslega fleiri í mánuði hverjum en í löndum ESB. Einu gildir hvernig staðið er að útreikningnum. Jafnframt má sjá á súluritunum afleiðingar covid bólusetningarátaks sóttvarnarlæknis sem hófst í október s.l.
Tímabært er að stjórnvöld og alþingismenn horfist í augu við þá skelfilegu staðreynd að ekkert lát er á ótímabærum dauðsföllum landsmanna sem tugum saman látast fyrir aldur fram í mánuði hverjum.