25.3.2024 | 20:11
Dr. Aseem Malhotra hjartalæknir nefnir hegningarlögin
Fjölmiðill beindi fyrirspurn til Sóttvarnastofnunar USA (CDC) á grundvelli upplýsingalaga um tíðni hjartavöðvabólgu í kjölfar covid bólusetninga. Svar CDC var 148 bls. á lengd. Hvert einasta orð í skjalinu var yfirstrikað og því ólæsilegt.
Þykir svarið lýsa hroka og forherðingu sóttvarnayfirvalda og vera vitnisburð um takmarkaða virðingu fyrir upplýsingalögum. En með svarinu staðfestist grunur fjölmiðilsins. Hjartavöðvabólga sem alvarleg aukaverkun covid mRNA er staðreynd.
Fjölgar nú hratt í hópi sérfræðinga og lækna sem telja óhjákvæmilegt að hætta tafarlaust notkun efnanna. Dr. Aseem Malhotra hjartalæknir fjallaði um mikla fjölgun krabbameinstilvika sem rekja má til mRNA bóluefnanna. Í klippunni kallar hann eftir tafarlausri stöðvun á notkun efnanna og verði það ekki gert sé um saknæmt athæfi að ræða.
25.3.2024 | 07:10
Heilbrigðisráðherra með bundið fyrir bæði augu
Aðeins eru tveir mánuðir til WHO fundarins þar sem aðildarþjóðirnar munu samþykkja nýjan faraldurssáttmála ásamt breytingum á reglum WHO. Breytingar sem munu FÆRA FARALDURSÁKVARÐANIR frá aðildarþjóðum til WHO og gefa stofnuninni völd til að taka ákvörðun um og fyrirskipa m.a.:
- Bólusetningar
- Notkun rafrænna bóluefnaskilríkja
- Sóttkví og/eða einangrun
- Takmörkun á ferðafrelsi
- Hindra för yfir landamæri
Það er með miklum ólíkindum að hverfandi umræða á sér stað á Íslandi um áhrifin sem breytingarnar á reglum WHO kunna að hafa á líf landsmanna. Tedros forstjóri WHO endurtekur við hvert tækifærið á eftir öðru ranga fullyrðingu þess efnis að breytingarnar muni ekki fela í sér framsal ákvarðana um faraldursviðbrögð frá aðildarlöndum til stofnunarinnar.
Af eftirfarandi svari heilbrigðisráðherra frá 27.11.23 við fyrirspurn þingmanns um breytingar á reglum WHO og efni nýja sáttmálans má ráða að forstjóranum hefur tekist að blekkja íslensk heilbrigðisyfirvöld.
Ég get hins vegar fullyrt varðandi það sem hefur kannski verið í umræðunni um að stjórn heilbrigðismála sé með einhverju marki með þessari reglugerð komin yfir til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á þeim ákvörðunum sem við tökum hér í íslensku heilbrigðiskerfi, að það er það ekki þannig. Það er ekki þannig. Stefnumótunin á sér ekki stað þar. Stefnumótunin á sér stað hér og við fylgjum henni og við fylgjum íslenskri stjórnarskrá og við fylgjum íslenskum lögum og við tökum ákvarðanir hér á Alþingi um það sem við viljum sjá í íslensku heilbrigðiskerfi. Það er staðfest og ég hef spurt eftir því.
Eins og ofangreind tilvitnun í ræðu heilbrigðisráðherra ber með sér er ekki annað að sjá en hann fljóti sofandi að feigðarósi.