Kanadísk skoðanakönnun sýnir að andstaða við skyldubólusetningu barna hefur vaxið frá árinu 2019 úr 24% í 38%. Fjöldi þeirra foreldra sem eru mótfallnir bólusetningu barna sinna hefur fjórfaldast frá 2019 úr 4% í 17% 2024.
Könnunin leiðir í ljós að 29% foreldra hefur efasemdir um gagnsemi bóluefna sem smitvarnar og 34% hafa áhyggjur af alvarlegum aukaverkunum. Hlutfall foreldra sem telja að bólusetningar eigi að vera skylda hefur lækkað úr 70% 2019 í 55% 2024.
Það er mat framkvæmdaaðila könnunarinnar að vaxandi vantrúar gæti meðal almennings í Kanada eftir Covid-19 faraldurinn á gagnsemi bóluefna og þá sérstaklega meðal foreldra barna undir 18 ára aldri.