6.3.2024 | 14:48
Krabbamein er víðar í vexti en á Íslandi
Singapore er meðal þeirra landa þar sem hlutfall mRNA bólusettra landsmanna er hvað hæst. Ekki er grunlaust um að þessi mikli bólusetningarárangur þarlendra heilbrigðisyfirvalda eigi þátt í að Singapore mældist með hvað hæsta hlutfall umframdauðsfalla á heimsvísu samkvæmt OECD á Q3 2023. Afleiðingar bólusetninganna má sjá í meðfylgjandi töflu sem sýnir vöxt í ávísun krabbameinslyfja í Singapore á milli áranna 2021 og 2022.
Ávísun krabbameinslyfja í áður óþekktum mæli er ekki bundin við Singapore. Helsana, sem er leiðandi fyrirtæki í Swiss á sviði sjúkratrygginga, gefur árlega út ítarlega skýrslu í samstarfi við þarlenda háskóla um lyfjanotkun og kostnað landsmanna. Skýrslan fyrir árið 2022 sýnir hvernig fjöldi einstaklinga á krabbameinslyfjum rúmlega tvöfaldast á milli áranna 2021 og 2022.