Leita í fréttum mbl.is

Af glúrnum fjárfestum

Breskur þingmaður hefur óskað eftir fundi með yfirmanni lögreglunnar í London þar sem þingmaðurinn hyggst með aðstoð sérfræðinga sýna fram á að saknæmt athæfi hafi átt sér stað innan stjórnkerfisins í tengslum við Covid-19 ráðstafanir. Á fundinum verður lögreglunni m.a. gerð grein fyrir hvernig þingmönnum voru vísvitandi veittar misvísandi upplýsingar um samninga um kaup á bóluefnum af lyfjaframleiðendum. Athyglin kann að beinast að fjárfestingu breska forsætisráðherrans Rishi Sunak í lyfjaframleiðandanum Moderna sem er tilkomin fyrir tíma covid bóluefnanna. Þá fylgdist þingmaðurinn Sunak með stórum fjárfestingarákvörðunum í tengslum við eigin verðbréfaeign. Til þessa hefur forsætisráðherrann verið ófáanlegur til að fjalla um fjárfestinguna. Verðbréfaeign forsætisráðherrans var síðar sett í fjárvörslu þar sem ákvarðanir um einstakar fjárfestingar eiga sér stað án vitundar ráðherrans. (blind trust).

Forsætisráðherrann eignaðist hlutinn í Moderna þegar hluturinn kostaði $21. Verðið fór hæst í $497 í sept. 2021. Lokaviðskipti gærdagsins voru á $98. Hvort og þá hvenær hlutur forsætisráðherrans í Moderna, sem er einn lyfjaframleiðanda sem seldi stjórnvöldum bóluefni, hefur vaxið eða minnkað á eignarhaldstímanum kann að vekja spurningar.

Check price of MRNA 

Það eru fleiri en Bill Gates í hópi glúrinna fjárfesta. Hann virtist sjá atburði fyrir þegar hann stóð fyrir faraldursráðstefnu með WHO sem nefndist 201 nokkrum vikum fyrir Covid-19 og fjárfesti í BioNTech framleiðanda mRNA Pfizer bóluefnisins á svipuðum tíma. Gates seldi hlutabréfin með $242m hagnaði og snéri því næst við blaðinu og hóf eftir söluna að gagnrýna bóluefnin sem hann hafði til þess tíma lofað.

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríska þingsins, hefur löngum verið talin með glúrnari fjárfestum. Svo farsælar þóttu ákvarðanir hennar í verðbréfaviðskiptum að stofnaðir voru verðbréfasjóðir til að spegla verðbréfaviðskipti þingmannsins. Dvínandi áhrif hennar innan þingsins virðast af einhverjum ástæðum hafa komið niður á hæfileika hennar sem fjárfestis. Þrátt fyrir að á móti hafi blásið síðustu misserin nema eignir hennar á annað hundruð milljónum dollara og því ljóst að þingfararkaupið hefur ávaxtast vel á þingferli Pelosi og þó sérstaklega eftir að hún varð leiðtogi demókrata í deildinni og hafði í þeirri stöðu góða yfirsýn yfir fyrirhugaðar breytingar á lagaumgjörð atvinnulífsins.Sunak 1Sunak 2




Landlækni reiknaðist til að hlutfall umframdauðsfalla hefði numið 40,6%

Í grein okkar Helga Arnars Viggóssonar í Bændablaðinu fjöllum við m.a. um vandræðagang embættis landlæknis við að gera grein fyrir 40,6% hlutfalli umframdauðsfalla mars mánaðar 2022 þegar vægt ómíkrón afbrigði veirunnar var að mestu gengið yfir og óhætt hafði verið talið að aflétta sóttvarnarráðstöfunum 25. febrúar.IMG_4193


Bloggfærslur 7. mars 2024

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband