Útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins vegna endurhæfingarlífeyris hækkuðu úr tæpum 12 milljörðum í tæpa 15 milljarða á milli áranna 2022 og 2023 eða um liðlega 25%. Athygliverð þróun að covid faraldri afstöðnum. Einstaklingum sem þáðu endurhæfingarlífeyri í desember frá TR fjölgaði um 11% á milli áranna 2022 og 2023. Fjöldatölur í endurhæfingu miðast við talningu í desember hvert ár þar sem endurhæfing getur varað frá 1 mánuði og upp í eitt ár innan ársins.