Leita í fréttum mbl.is

Getur verið?

Getur verið að að hátt hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi mánuð eftir mánuð hafi átt þátt í niðurstöðum kosninganna?

Getur verið að einhverjir kjósenda hafi viljað forða forsætisráðherranum fyrrverandi frá því að lenda fyrirsjáanlega í þeirri erfiðu stöðu sem forseti lýðveldisins að staðfesta lagasetningu um skipun rannsóknarnefndar til endurskoðunar eigin embættisverka á faraldursárunum?

Getur verið að einhverjir kjósenda hafi viljað forða rannsóknarnefndinni frá því að lenda í þeirri erfiðu stöðu að endurskoða embættisverk forsetans í fyrra starfi, ráðherra í ríkisstjórn hennar og æðstu yfirmanna heilbrigðismála á faraldursárunum?

Getur verið að einhverjir kjósenda hafi talið rétt að forða fyrrverandi forsætisráðherra frá því að komast í aðstöðu til að hafa áhrif á endurskoðun ráðstafana á sviði sóttvarna á faraldurstímanum?

Getur verið að einhverjum kjósendum hafi ofboðið þegar þeim var boðið upp á myndbönd með fyrrverandi sóttvarnalækni ásamt helsta ráðgjafa hans og starfsmanns eiganda lyfjaframleiðenda til stuðnings framboði fyrrverandi forsætisráðherra og áttað sig á sig á að kjörið myndi hindra rannsókn á embættisverkum hinna sömu á faraldursárunum?

Getur verið að stór hluti þjóðarinnar hafi áttað sig á skynsemisbrestinum sem ákvörðun fyrrverandi forsætisráðherra að sækjast eftir embætti forseta lýðveldisins undir þessum kringumstæðum endurspeglar?


Tekist hefur að telja fjölda látinna á Íslandi í mars

Athygli vakti þegar Ísland reyndist eina landið í Evrópu sem ekki hafði náð að taka saman upplýsingar um fjölda látinna í mars mánuði fyrir Evrópsku hagfræðistofnunina (Eurostat) sem birtar voru 16.5. s.l. Upplýsingar um fjölda látinna í mars mánuði hafa nú verið birtar á vef Embættis landlæknis. Skelfileg þróun umframdauðsfalla heldur áfram á Íslandi og virðist ekkert lát á. Klippan af vef landlæknis sýnir að umframdauðsföllin í mars voru hærri en í janúar á þessu ári þegar þau voru með hæsta móti.

Eurostat hlutföllin um umframdauðsföllin eru hærri en landlæknis þar sem ekki er tekið tillit til þróunar mannfjöldans við útreikningana. Þegar tölur Eurostat hafa verið uppfærðar með upplýsingum um fjölda látinna í mars s.l. mun koma í ljós að Ísland heldur vafasömu toppsæti meðal Evrópuþjóða með fjölda látinna umfram það sem gera hefði mátt ráð fyrir miðað við reynslu áranna 2016 til 2019.

Í raun skiptir ekki hvort horft er á tölur Eurostat eða landlæknis. Ólík aðferðafræði við útreikninginn breytir í engu þeirri staðreynd að fjöldi Íslendinga mætir ótímabærum dauðdaga í mánuði hverjum.

Eurostat Excess Mortality Scandinavia 03 2024

Emb landl mars 24


Bloggfærslur 2. júní 2024

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband