9.6.2024 | 07:41
Tölur um látna líta loks dagsins ljós
Íslenskar tölur um fjölda látinna hafa verið uppfærðar á vef Eurostat en hér hefur endurtekið verið vakin athygli á slakri upplýsingagjöf íslenskra hagtöluframleiðenda sem hafa verið allt að sjö vikum á eftir nágrannaþjóðum með tölurnar. Miðað við tölur látinna sem ná til 28. apríl hefur apríl liðið án umframdauðsfalla.
Súluritið sýnir hlutfall umframdauðsfalla eftir mánuðum frá miðju ári 2024 samkvæmt tölum á heimasíðu Embættis landlæknis. Við útreikninginn er miðað við reynslu áranna 2016 til 2019 og tekið tillit til mannfjöldaþróunar. Í töflunni er fjöldi látinna sem mætt hafa ótímabærum dauðdaga.