18.7.2024 | 15:52
Aðalatriðið í úrskurði Evrópudómstólsins
Af ókunnum ástæðum hefur meginstraumsmiðlum láðst að greina frá aðalatriðinu í niðurstöðu Evrópudómstólsins þar sem hann fjallaði um samninga framkvæmdastjórnarinnar um kaup á covid bóluefnum af lyfjaframleiðendum. Dómstóllinn kvað upp úrskurð um að framleiðandi efnanna beri ábyrgð á skaða sem orsakast af galla í framleiðslunni.(klippan er úr fréttatilkynningu Evrópudómstólsins)
the General Court states that a producer is liable for the damage caused by a defect in its product and its liability cannot be limited or excluded vis-à-vis the victim by a clause limiting, or providing an exemption from, liability under Directive 85/374.
Niðurstaða Evrópudómstólsins gerir skaðleysisgrein kaupsamnings Evrópusambandsins og einstakra landa, þar á meðal Íslands, á bóluefnum af lyfjaframleiðendum marklausa og eru lyfjaframleiðendur ábyrgir vegna skaða sem gölluð mRNA bóluefnin valda.
18.7.2024 | 12:46
Að gefast upp er ekki til í orðabók Þórdísar
Þórdís B. Sigurþórsdóttir, sem er einn af stofnendum Heilsuvonar sem eru hagsmunasamtök fólks með C-19 sprautuskaða, hefur endurnýjað ósk um að fá afrit af öllum bóluefnasamningum íslenska ríkisins við framleiðendur efnanna með vísan til nýfallins úrskurðar Evrópudómstólsins. Dómstóllinn úrskurðaði að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi brotið lög með því að halda leyndum fyrir almenningi lykilupplýsingum úr milljarða kaupsamningum sambandsins á bóluefnum af lyfjaframleiðendum þegar hún birti afrit af samningunum með miklum yfirstrikunum á árinu 2022. Úrskurður Evrópudómstólsins í máli framkvæmdastjórnarinnar gerir að engu röksemdir ráðuneytisins sem lagðar voru til grundvallar við höfnun fyrra erindis Þórdísar frá mars 2021 um aðgang að samningunum.
Úrskurður dómstólsins er áfellisdómur yfir vinnubrögðum formanns framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen en hún leiddi ESB í samningaviðræðum við Albert Bourla forstjóra Pfizer. Samningur ESB, sem Ísland naut góðs af, þótti afar hagstæður lyfjaframleiðandanum og hefur innri endurskoðendum ESB ekki tekist að fá aðgang að SMS skilaboðum sem fóru á milli der Leyen og Bourla við rannsókn á viðskiptunum. Myndin er af Ursula og Albert.