15.2.2025 | 15:47
Er hvítþvottur í farvatninu?
Ekki er að undra að tilefni hafi verið talið til sérstakrar íslenskrar rannsóknar á vegum Landspítalans undir heitinu Áhrif Covid-19 bólusetningar á hjartastarfsemi með aðaláherslu á sjúkdóma í gollurhúsi, hjartavöðva eða hjartsláttartruflanir þegar horft er fjölgunar hjartatengdra aðgerða á spítalanum. Ígræðslum bjargráðs sem ætlað er að meðhöndla hraðar og lífshættulegar hjartsláttartruflanir hefur fjölgað um 71% á árunum 2023 og 2024 frá meðaltali áranna 2018 og 2019. Gangráðsígræðslum hefur á sama tíma fjölgað um 14%. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur landsmönnum fjölgað um 10% frá 2019.
Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Inga Jóna Ingimarsdóttir, hjartalæknir og sérfræðingur í hjartabilun og samverkamenn hennar eru 6 læknar og 3 læknanemar. Ekki er ljóst hverju rannsókn íslensku læknanna á að bæta í þekkingargrunninn um skaðsemi mRNA efnanna á hjartastarfsemina. Þegar eru til staðar yfir þúsund ritrýndar rannsóknargreinar um efnið. Nema vera kynni að markmiðið með íslensku rannsókninni sé að framkalla niðurstöðu sem yrði fyrrverandi landlækni og núverandi heilbrigðisráðherra þóknanleg. Það er niðurstöðu sem yrði nægilega loðin og teygjanleg til að kenna mætti veirunni sem veldur Covid-19 um skaðann á hjartastarfsemina. Það væri í anda vinnubragða landlæknis frá vorinu 2022 sem leiddu til skyndilegra starfsloka Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þegar hann vildi ekki taka þátt í að skrá dauðsföllin af völdum mRNA bóluefnanna sem væru þau af völdum Covid-19. Það er óraunsæi að ætla að niðurstaða rannsakenda geti orðið annað en hvítþvottur fyrir heilbrigðisyfirvöld þegar horfst er í augu við þá staðreynd að þau eiga sem einstaklingar starfsframa og afkomu sína og sinna fjölskyldna undir velvilja þeirra.