Leita í fréttum mbl.is

RFK Jr. tekinn til starfa

Nýr heilbrigðisráðherra Bandarikjanna, Robert F. Kennedy Jr., ávarpaði starfsmenn ráðuneytisins á fyrsta starfsdegi. Sagði hann tölur sýna að landsmenn væru þjakaðir sem aldrei fyrr af krónískum sjúkdómum eins og t.d. offitu, fíkn, krabbameini, ófrjósemi og þunglyndi og í meira mæli en þekktist meðal annarra þjóða. Ljóst væri öllum að eitthvað mikið hefði farið úrskeiðis. Hvers vegna svona væri komið sagði hann hvorki sig né aðra vita nákvæmlega. Verkefnið væri að finna ástæðuna og ráða á þessu bót. Meðal fyrstu verka ráðherrans var að láta afboða löngu dagsettan fund ráðgjafarráðs Sóttvarnastofnunarinnar CDC um bólusetningar en ráðherrann hefur gagnrýnt störf ráðsins sem handgengið er lyfjaframleiðendum og ekki óháð í ráðgjöf sinni. Jafnframt var eitt af hans fyrstu verkum að gefa fyrirmæli um breytta tilhögun kynninga til almennings á bólusetningum i þá veru að hætta áróðri og leggja áherslu á upplýst samþykki með fræðslu um kosti og áhættu bóluefnanna. Ef marka má frétt Daily Mail eru læknar og heilbrigðisstarfsfólk felmtri slegið af tilhugsuninni um að þurfa nú að upplýsa foreldra um hættuna á skaðlegum aukaverkunum bóluefnanna á börnin.RFK DailyMail


Bloggfærslur 23. febrúar 2025

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband