Leita í fréttum mbl.is

Verður viðtalið við Mel Gibson þúfan sem veltir hlassinu?

Frumvörp um að heimila sölu Ivermectin án lyfseðils (over the counter) eru nú til meðferðar í átta ríkjum USA. Sala Ivermectin án lyfseðils er þegar heimil í Tennessee. Ivermectin var sem kunnugt er sett út af sakramentinu af heilbrigðisyfirvöldum beggja vegna atlantsála af hagsmunagæslu fyrir lyfjaframleiðendur sem ella hefðu ekki fengið samþykkt neyðarleyfi Covid-19 bóluefnunum til handa þar sem grunnforsenda neyðarleyfisveitingar af hálfu lyfjaeftirlitsaðila er að ekki sé til staðar lyf sem gæti komið í stað bóluefnisins. Niðurstöður hundraða rannsókna staðfesta lækningamátt Ivermectin á Covid-19. Vaxandi athygli vekur virkni á krabbamein en ánægjulegar fréttir af bata krabbameinssjúklinga sem þegið hafa lyfjakokteil sem inniheldur Ivermectin berast af vaxandi tíðni. Nýlegt viðtal Mel Gibson í þætti Joe Rogan þar sem hann greindi frá hvernig Ivermectin hefði læknað þrjá vini sína sem þjáðust af krabbameini hefur að vonum vakið mikla athygli.

Í skýrslu sérfræðingahóps forsætisráðherra Alberta fylkis í Kanada er sérstaklega fjallað um Ivermectin en fljótlega kom í ljós að lyfið dró úr þörf fyrir innlagnir og fækkaði dauðsföllum á tímum Covid. Hversu mörgum mannslífum hefði mátt bjarga hér á landi með notkun lyfsins verður aldrei vitað en á heimasíðu Lyfjastofnunar er umfjöllun frá mars 2021 þar sem greint er frá afstöðu Lyfjastofnunar Evrópu sem mælir gegn notkun Ivermectin til varnar og meðferðar á Covid-19. Ritrýndar rannsóknarniðurstöður vísindamanna sem eiga það sammerkt að sýna fram á gagnsemi lyfsins sem meðferð við Covid-19 og birst hafa á síðustu þremur árum hafa ekki náð að breyta neikvæðu viðhorfi íslenskra heilbrigðisyfirvalda til Ivermectin. Hvers vegna íslensk heilbrigðisyfirvöld setja hagsmuni lyfjaframleiðenda framar heilsufari landsmanna heldur áfram að vera ráðgáta. Vera kann að fleirum en mér þyki í meira lagi furðulegt að lyf sem sannanlega hefði bjargað tugum mannslífa á covid tímum og líklegt er til að geta gagnast einhverjum þeirra mörgu sem greinast nú með illvíg krabbamein í kjölfar mRNA bólusetningar skuli enn vera litið hornaugu af heilbrigðisyfirvöldum. Það er eitthvað mikið að hér á landi. Og völundarsmiður þessa ófremdarástands hefur verið gerð að heilbrigðisráðherra. Eins og þrautreyndur blaðamaður til áratuga segir gjarnan þegar honum blöskrar. Þetta er ekki hægt að skálda.Ivermectin Testimonial


Bloggfærslur 24. febrúar 2025

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband