Leita í fréttum mbl.is

Að taka við hörmulegu búi verður ekkert grín

Hvernig í ósköpunum stendur á því að fleiri Íslendingar látast hlutfallslega ár eftir ár en landsmenn annarra Evrópuþjóða? Embætti landlæknis hefur birt tölur yfir látna á síðasta ári. Fjölgaði látnum um 1,5% frá árinu 2023. Það er árinu þar sem Ísland reyndist með hæstu dánartíðni Evrópuþjóða miðað við meðaltal áranna 2017 til 2019 fyrir Covid-19. Tölur landlæknis staðfesta að þriðja árið í röð er Ísland með hvað hæsta hlutfall látinna í Evrópu. Nýjum landlækni er óskað velfarnaðar í störfum sínum. Ekki veitir henni af heillaóskum því hún tekur við vægast sagt hörmulegu búi fráfarandi landlæknis og núverandi heilbrigðisráðherra. Grunnforsenda þess að nýr landlæknir verði farsæll í starfi er að bera gæfu til að víkja hagsmunum hluthafa lyfjaframleiðenda til hliðar og setja heilsufar landsmanna í forgang. Með þeim eina hætti breyttra áherslna geta landsmenn átt von á að skelfileg staða Íslands meðal þeirra þjóða sem flest hafa umframdauðsföllin taki breytingum.Fj latinna og MW 22 23


Bloggfærslur 28. febrúar 2025

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband