Leita í fréttum mbl.is

Heilbrigðis- og öldrunarmálin ein rjúkandi rúst

Samanburður á nýgengi krabbameins í aldurshópnum 65 til 79 ára sýnir sérstöðu Íslands meðal frændþjóðanna á Norðurlöndum með 3% fjölgun nýrra tilfella krabbameins á milli áranna 2021 og 2023. Hjá Finnum stendur fjöldi nýrra greininga í stað en hjá Svíum fækkar aldursstöðluðum greiningum um 1,6%, Norðmönnum um 2,2% og Dönum um 2,4%.

Ísland var með hæstu aldursstöðluðu umframdánartíðni 30 Evrópulanda bæði 2023 og 2024 og með aðra hæstu umframdánartíðnina í álfunni 2022. Á árinu 2024 reyndist umframdánartíðnin lægri hjá 25 þjóðum en á viðmiðunarárunum 2017 til 2019, hún stóð í stað hjá tveimur þjóðum en er hærri hjá einungis þremur þjóðum og mest á Íslandi.

Úrræðaleysi og kerfisleg lausatök er einkunn ríkisendurskoðanda vegna mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans í stjórnsýsluúttekt sem sýnir að 10% stöðugilda spítalans eru ómönnuð. Að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafi lengst jafn mikið og raun ber vitni er órækur vitnisburður arfaslakrar stjórnunar því ekkert er jafn fyrirsjáanlegt í þessu lífi og öldrun þjóðarinnar og vaxandi árviss þörf eftir nýjum hjúkrunarrýmum.Excess Europe Cancer Scandi


Bloggfærslur 6. júlí 2025

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband