Leita í fréttum mbl.is

1.400 dauðsföll Pfizer skráð á ísl. lotunúmer

Samkvæmt upplýsingum sóttvarnalæknis um lotunúmer bóluefna Pfizer sem notuð voru við bólusetningar hér á landi eru skráð dauðsföll af völdum efnanna í erlenda gagnagrunna um skaðsemi bóluefna orðin fleiri en 1.400. Á myndinni má sjá uppsafnaðann fjölda dauðsfalla vegna framleiðslueininga Pfizer sem afhentar voru íslenskum heilbrigðisyfirvöldum frá ársbyrjun 2020. Með varfærni má áætla að í lok júlí 2021 hafi tilkynnt dauðsföll vegna framleiðslueininga Pfizer sem bólusett var með á Íslandi verið orðin fleiri en 1.000. Ekki þarf að efast um að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi fylgst með fjölda tilkynntra alvarlegra aukaverkana í nágrannalöndunum vegna bóluefnanna sem notuð voru á Íslandi. Á Íslandi höfðu Lyfjastofnun borist tilkynningar í lok júlí um 27 dauðsföll af völdum bólusetninga. Með þessar sterku vísbendingar fyrirliggjandi um skaðsemi bóluefnna er erfitt að skilja hvers vegna ekki var hætt að bólusetja landsmenn haustið 2021 eða jafnvel fyrr. Hefði verið stigið á bremsuna með sprautunálina þegar þessar skýru vísbendingar um skaðsemi bóluefnanna voru fram komnar hefði mátt forða fjölda landsmanna frá ótímabærum dauðdaga og hundruðir hefðu ekki misst heilsu og starfsþrek.

Þrátt fyrir að Lyfjastofnun hafi borist tilkynningar um 36 dauðsföll í kjölfar bólusetninga á árinu 2021 voru engin dauðsföll skráð af völdum Covid bóluefnanna í dánarmeinaskrá landlæknis á árinu 2021. Embætti landlæknis er með lögum gert að halda dánarmeinaskrá. Af minna tilefni hefur verið stofnað til rannsóknar þar sem sterkar vísbendingar eru um að dánarmeinaskrá landlæknis hafi vísvitandi verið færð með röngum hætti bæði 2021 og 2022. Að landlæknir hylmi yfir skaðsemi bóluefnanna með jafn einbeittum hætti og færsla dánarmeinaskrár embættisins sýnist bera merki um endurspeglar einbeittan brotavilja sem erfitt er fyrir landsmenn að sjá nú við stjórnvöl heilbrigðiskerfisins.Uppsöfnuð dauðsföll Pfizer og Lyfjastofnun


Bloggfærslur 11. ágúst 2025

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband