28.8.2025 | 08:49
Loksins horfst í augu við staðreyndir
Því ber að fagna að heilbrigðisráðherra horfist loks í augu við staðreyndir þegar tilkynnt er um stofnun vinnuhóps um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga sem takast á við vandamál í kjölfar Covid. Hlutfall landsmanna á vinnumarkaði hefur liðlega tvöfaldast frá 2022 sem leitað hafa til Tryggingastofnunar um endurhæfingarlífeyri vegna veikinda. Á fimm ára tölfræðiyfirliti Landspítalans má sjá að einstaklingum sem leituðu til spítalans fjölgaði um 17,6% frá 2022 á sama tíma og íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 4,6%. Þar sem verkefnin sem vinnuhópnum er ætlað að finna lausnir á hafa blasað við misserum saman ætti ekki að taka langan tíma fyrir hópinn að ljúka störfum. Það er mikilvægt fyrir hina fjölmörgu sem misst hafa heilsu og starfsþrek.