5.8.2025 | 10:17
Af hverju norska leiðin fremur en sú danska?
Þar sem síðustu ríkisstjórnir höguðu innflytjendastefnu landsins á liðnum árum sem væru þau með lokuð augun samkvæmt dómsmálaráðherra sýnist rík ástæða fyrir ráðherrann að endurskoða löggjöf landsins til samræmis við lögjöf Dana. Fyrri stjórnvöld misstu með andvaraleysi vald á þróun málefna innflytjenda. Ísland á enga leið færa eins og málum er komið en að horfa til meðferðar Dana á málaflokknum vilji stjórnvöld ekki að landið verði að meirihluta byggt íbúum af erlendu bergi innan 25 ára gangi mannfjöldaspá Hagstofu Íslands eftir. En hver er þá helsti munur á stefnu Dana og Norðmanna? Stefna Danmerkur er meira takmarkandi hvað varðar hæli, fjölskyldusameiningu og fasta búsetu, með áherslu á fælingu og aðlögun.
![]() |
Vill taka upp norsku leiðina í útlendingamálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |