6.8.2025 | 12:45
Er martröð stjórnenda lífeyrissjóðanna að raungerast?
Vísindamenn í Suður Kóreu telja sig hafa fundið líffræðilega þátttinn að baki öldrunar og hvernig hún dreifist um líkamann. Niðurstöður rannsóknarinnar sem birtar voru í tímaritinu Metabolism sýna fram á að próteinið HMGB1 er sökudólginn á bak við öldrun. Aðeins "minnkað" form HMGB1 kemur af stað öldrun, sem veldur því að heilbrigðar frumur hætta að skipta sér. Niðurstöðurnar benda til nýrra leiða við öldrunarmeðferðir, þar á meðal framleiðslu lyfja sem draga úr áhrifum HMGB1. Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að vísindamennirnir hafa einungis meðhöndlað mýs í rannsóknum og því mun langt ferli klínískra rannsókna fyrir höndum áður en lyf sem gagnast á öldrunarpróteinið koma á markað.