16.2.2024 | 11:35
ENN EITT EVRÓPUMETIÐ
Afrakstur bólusetningarstefnu embættis landlæknis heldur áfram að endurspeglast í háum tölum umframdauðsfalla sem birtar eru mánaðarlega á vef Eurostat. Umframdauðsföll á Íslandi í desember mældust 25,2% og reyndust þau hæstu í Evrópu. Á vef landlæknis er tekið tillit til mannfjöldaþróunar og þannig reiknast umframdauðsföllin 11,2%. Þannig reiknaðar tölur eru ekki tiltækar fyrir önnur lönd Evrópu.