20.2.2024 | 09:05
Heimsbyggðin afþakkar
Sóttvarnalæknir heldur áfram sem enginn sé morgundagurinn að halda covid mRNA bóluefninu að eldri borgurum. Tiltrú almennings víða um heim á gagnsemi efnanna hefur dvínað eins og línuritið frá Our World in Data ber með sér. Vaxandi meðvitund um skaðsemi efnanna hefur þar ugglaust áhrif.
Þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr áhuga eldri borgara á Íslandi á bólusetningum gegn covid, þar sem innan við helmingur 60 ára og eldri þáðu bólusetningu vetrarins, dugði það ekki til að forða Íslandi frá því að mælast með hæsta hlutfall umframdauðsfalla í Evrópu í desember s.l. samkvæmt útreikningum Eurostat eða 25,2%. Samkvæmt landlækni reyndust umframdauðsföllin í desember vera 11,2%. (ekki er tekið tillit til mannfjöldaþróunar hjá Eurostat)
Kjarni málsins er sá að engu breytir hvort horft er á tölur landlæknis eða Eurostat. Að baki báðum tölum er sami fjöldi einstaklinga sem hlotið hafa ótímabæran dauðdaga fyrir tilverknað mRNA bóluefnanna.