Leita í fréttum mbl.is

Annus horribilis

Lengi mun verða horft til ársins 2022 sem „annus horribilis” í sögu Íslands því á árinu létust 2.693 landsmenn og fjölgaði dauðsföllum um 355 frá árinu á undan þegar 2.338 létust. Dánartíðni ársins 2022 hækkaði um 11,5% frá 2021 og reyndist hvergi hafa hækkað meira í Evrópu. Það gerðist á sama tíma og hlutfall umframdauðsfalla fór lækkandi í flestum öðrum löndum.

Mikil fjölgun látinna á árinu 2022 hefði átt að kalla á fjölgun læknisfræðilegra krufninga af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Sú reyndist ekki raunin eins og klippan úr töflu yfir krufningar og krufningatíðni á liðnum árum af vef embættis landlæknis sýnir. Læknisfræðilegar krufningar voru 30 að tölu á árinu 2022 samanborið við 29 á árinu 2019 sem var síðasta árið fyrir tilkomu Covid-19. Læknisfræðilegum krufningum fjölgaði því um eina, eða 3,4%, frá árinu 2019 á sama tíma og dauðsföllum hafði fjölgað um 18%. Krufningatíðni á milli áranna 2019 og 2022 dróst saman um 15%.

Dauðsföllum fjölgaði mikið á fyrstu mánuðum ársins 2022 samfara átaki vetrarins í örvunarbólusetningum. Látnum fjölgaði þrátt fyrir að omicron afbrigði veirunnar sem náði yfirhöndinni í byrjun árs 2022 væri talið vægt og því óhætt að aflétta sóttvarnaráðstöfunum í lok febrúar.

Tölur um fjölda krufninga 2022 eru til vitnis um takmarkaðan áhuga á að greina dánarorsakir að baki hins mikla fjölda dauðsfalla vetur og vor 2022. Ekki verður annað ráðið en að fáar krufningar tengist áformum um að dauðsföllin ætti að skrifa á reikning veirunnar. Krufningar hefðu gert áformin erfiðari í framkvæmd þar sem þær hefðu leitt í ljós að dauðsföllin mætti rekja til covid mRNA bóluefnanna.Krufningar og krufningatíðni 2019 til 2022


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband