23.2.2024 | 15:52
Almenningur í austur Evrópu feti framar
Eins og taflan sýnir var áhugi eldri borgara í austur Evrópu á vetrarbólusetningu gegn Covid-19 hverfandi meðan 25% til 45% eldri borgara á Íslandi þáði bóluefnið. Því er forvitnilegt að skoða hvort lítil þátttaka í bólusetningum fyrrum austantjalds landa í vetur hafi verðlaunast með lægra hlutfalli umframdauðsfalla á síðustu vikum ársins en á Íslandi.
Línuritið, sem er af vef World in Data, sýnir þróun umframdauðsfalla í Ungverjalandi, Slóveníu og Slóvakíu ásamt Íslandi á árinu 2023. WID notast við meðaltal áranna 2015 til 2019 við útreikninginn og tekur ekki tillit til mannfjöldaþróunar. Umframdauðsföllin á Íslandi í desember dugðu til Evrópumets.
Engum blöðum er um það að fletta að dugnaður embættis landlæknis við að halda mRNA bóluefnunum að eldri borgurum skilaði sér í hærra hlutfalli umframdauðsfalla á Íslandi en hjá löndunum í austur Evrópu.