24.2.2024 | 10:59
Mikilvægt að foreldrar hafi á sér andvara gagnvart einhverfu
Rannsóknir staðfesta að snemmgreining barna með röskun á einhverfurófi (ASD autism spectrum disorder) ásamt viðeigandi meðferð sé mikilvægasta markmiðið á sviði einhverfu. Þrátt fyrir vaxandi þekkingu virðist enn vera töf á greiningu ASD hjá mörgum börnum sem dregur úr gagnsemi meðferðar.
Talið er að einhverfa skýrist að mestu út frá erfðum. Því kemur mjög á óvart þegar rannsókn leiðir í ljós að meðal afkvæma rotta sem sprautaðar voru með covid mRNA efnunum á meðgöngu greindust einkenni einhverfu. Augljóslega eru rottur ekki menn og útilokað að gefa sér að efnið valdi hliðstæðum skaða hjá mannfólkinu og rottum.
Þar sem fyrstu börnin, eftir að farið var að nota covid mRNA bóluefnin, komu í heiminn um og upp úr áramótunum 2021/2022 er mikilvægt með tilliti til niðurstaðna rannsóknarinnar að foreldrar barna sem fæðst hafa mæðrum sem voru covid bólusettar á meðgöngu hafi á sér andvara nú þegar börnin eru að verða tveggja ára gagnvart hugsanlegri röskun á einhverfurófi. Mikilvægt er að hafa í huga að klínískar rannsóknir á áhrifum covid mRNA bóluefnanna á verðandi mæður og afkvæmi áttu sér ekki stað eða í mjög takmörkuðum mæli áður en neyðarheimild var veitt til notkunar efnanna.
Áður en neyðarleyfi fyrir mRNA efni Pfizer var gefið út eftir einungis 7 mánaða klínískt rannsóknarferli hafði ekkert bóluefni fengið leyfi sem ekki hafði undirgengist að minnsta kosti 4 ára ferli. Fyrir daga covid bóluefnanna hafði tímalengd þriðja fasa klínískra rannsókna mælst að meðaltali 10 ár.
Fyrrverandi sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, gerði engan fyrirvara þegar hann hélt nær óreyndum covid mRNA bóluefnunum að verðandi mæðrum sem og öðrum landsmönnum. Klippan er úr grein hans í Læknablaðinu frá 2018 þar sem hann fjallaði um Árangur og mikilvægi bólusetninga. Hér fara á eftir nokkur atriði úr grein Þórólfs:
- Fá lyf undirgangast eins viðamiklar og strangar rannsóknir hvað öryggi og árangur varðar og bóluefni.
- Áður en bóluefni eru tekin í notkun eru þau rannsökuð hjá mörg þúsund einstaklingum til að kanna árangur þeirra og öryggi.
- Rannsóknirnar geta misst af sjaldgæfum aukaverkunum og því er fylgst náið með hugsanlegum aukaverkunum bóluefnanna eftir að þau hafa verið tekin í almenna notkun.
- Með þessu móti er hægt að finna mjög sjaldgæfar aukaverkanir og endurmeta notkun bóluefnanna.
Með vísan til ummæla Þórólfs um hugsanlegt endurmat á notkun bóluefna með tilliti til aukaverkana sem fram koma eftir að bóluefni hafa verið tekin í notkun er með öllu óskiljanlegt að notkun mRNA efnanna skuli ekki hafa verið endurmetin þegar fyrir liggja þúsundir rannsókna sem staðfesta skaðsemi efnanna að ekki sé minnst á þá hundruði landsmanna sem hlotið hafa ótímabæran dauðdaga fyrir tilverknað efnanna.