Leita í fréttum mbl.is

Fíllinn í herberginu – viðbót

Hvernig einhverfu hefur fjölgað á liðnum árum er ógnvænlegt. Á heimasíðu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar leynist lítt dulbúið neyðarkall þar sem segir:

„Hvað sem líður mögulegum skýringum á aukningunni, þá er hún staðreynd og alvarlegt ástand hefur skapast í þjónustu við einhverft fólk á öllum aldri þar sem viðbrögð kerfisins fram til þessa hafa verið afar hæg.“

Þekkt er hvað mikilvægt er að greina einhverfu snemma. Það eykur líkur á að meðferð dragi úr einkennum einhverfu og getur aukið lífsgæði einstaklinganna til muna. Ef horft er til þróunarinnar í USA og spáð fyrir um (sjá rauðu súlurnar) hvert stefnir á næstu árum er ljóst að börnum sem greinast á einhverfurófinu mun fjölga mikið. Ekki er ástæða til að ætla að fjölgunin verði jafn mikil hérlendis og vestra þar sem bólusetningar barna hér á landi eru ekki jafn tíðar og í Bandaríkjunum. Engu að síður er brýnt að greina fyrr og huga betur en gert hefur verið að meðferð barna hér á landi sem greinast með einhverfu.Tidni einhverfu USA spa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband