25.2.2024 | 16:38
Fíllinn í herberginu viðbót
Hvernig einhverfu hefur fjölgað á liðnum árum er ógnvænlegt. Á heimasíðu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar leynist lítt dulbúið neyðarkall þar sem segir:
Hvað sem líður mögulegum skýringum á aukningunni, þá er hún staðreynd og alvarlegt ástand hefur skapast í þjónustu við einhverft fólk á öllum aldri þar sem viðbrögð kerfisins fram til þessa hafa verið afar hæg.
Þekkt er hvað mikilvægt er að greina einhverfu snemma. Það eykur líkur á að meðferð dragi úr einkennum einhverfu og getur aukið lífsgæði einstaklinganna til muna. Ef horft er til þróunarinnar í USA og spáð fyrir um (sjá rauðu súlurnar) hvert stefnir á næstu árum er ljóst að börnum sem greinast á einhverfurófinu mun fjölga mikið. Ekki er ástæða til að ætla að fjölgunin verði jafn mikil hérlendis og vestra þar sem bólusetningar barna hér á landi eru ekki jafn tíðar og í Bandaríkjunum. Engu að síður er brýnt að greina fyrr og huga betur en gert hefur verið að meðferð barna hér á landi sem greinast með einhverfu.