Leita í fréttum mbl.is

Lyfjaeftirlitsaðilinn sækir 65% af fjármögnun til lyfjaframleiðenda

Í byrjun apríl er von á bresk-indverska hjartalækninum Dr. Aseem Malhotra til Íslands. Læknirinn er þekktur fyrir viðhorf sín til málefna tengdum Covid-19 og er eftirsóttur fyrirlesari. Að neðan er lausleg samantekt á ráðleggingum og skilaboðum Dr. Aseem Malhotra til Indversku ríkisstjórnarinnar sem fram komu í viðtali við fréttastofu í Nýju Delí í desember s.l.

Í viðtalinu varar hann Indverja við WHO sem misst hefur fjárhagslegt sjálfstæði sitt og því sé ekki lengur hægt að treysta ráðgjöf sem þaðan kemur sem frjálsri og óháðri. Telur hjartalæknirinn Indland betur sett utan WHO en innan.

Ennfremur gagnrýnir hjartalæknirinn fjárhagsleg tengsl lyfjaeftirlitsaðila og framleiðenda og nefnir sem dæmi að FDA, lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna, þiggi 65% af fjármögnun af lyfjaframleiðendum og varar við hagsmunaárekstrinum og hættunni sem fyrirkomulaginu fylgir. Helstu atriði viðtalsins við Dr. Malhotra:

  • WHO hefur misst sjálfstæði sitt og Indversk stjórnvöld geta því ekki lengur treyst ráðleggingum stofnunarinnar. 70% af fjármögnun WHO kemur frá einkaaðilum. Meðan svo varir er ekki hægt að horfa til stofnunarinnar sem óháðs aðila. Hagsmunir fjármagnseigenda felast ekki í góðri heilsu almennings. Markmið þeirra er arðsemi.
  • Fjármögnun WHO þarf að vera óháð. Að öðrum kosti geta ríkisstjórnir, læknar og almenningur ekki borið traust til ráðlegginga stofnunarinnar og treyst því að ráðleggingarnar byggi á bestu fyrirliggjandi þekkingu.
  • Lyfjaeftirlitin eins og FDA í Bandaríkjunum, sem ætlað er að leggja mat á gagnsemi og öryggi lyfja, er fjármögnuð 65% af stóru lyfjaframleiðendunum. Hagsmunaáreksturinn er augljós.
  • Sjúklingar og læknar standa í þeirri trú að lyfjaeftirlitsaðilinn sé óháður við mat sitt á gögnum lyfjaframleiðenda sem fylgja umsóknum þeirra um leyfi lyfjum til handa. Sú er ekki raunin. Meðan ekki er komið í veg fyrir hagsmunaáreksturinn sem fylgir fjármögnun eftirlitsaðila verða ekki framfarir.
  • Læknisfræðileg þekking er undir áhrifum viðskiptalífsins án þess að læknar geri sér grein fyrir því. Upplýsingar sem læknarnir byggja á við ákvarðanatöku um lyfjameðferð sjúklinga tekur mið af hagsmunum lyfjaframleiðenda sem hafa það eitt að markmiði að hámarka arðsemi eigenda. Að sjúklingurinn fái bestu fáanlegu meðferð við sjúkdómnum víkur fyrir peningahagsmunum.
  • Farið er frjálslega með niðurstöður klínískra rannsókna sem eru auglýstar í virtum fagtímaritum þar sem virkni og öryggi lyfja er ýkt.
  • Flest ný lyf síðustu tveggja áratuga eru endurgerð stóru lyfjafyrirtækjanna á eldri lyfjum með örlitlum breytingum. Innan við 10% nýrra lyfja eru raunverulegar nýjungar.
  • Covid lyfin hafa afhjúpað bresti núverandi lyfjafyrirkomulags þar sem efnahagslegir hvatar voru settir í forgang – jafnvel þó það hefði í för með sér limlestingu og dauða fjölda einstaklinga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband