Leita í fréttum mbl.is

Brettið upp ermina – sprauta nr. 9 er á leiðinni

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna CDC samþykkti í vikunni að mæla með 9 covid sprautunni (7 örvunarsprautunni) við eldri borgara þar sem CDC telur þá í aukinni hættu á alvarlegum veikindum af völdum veirunnar. Athygli vekur að sprautu 7 er ætlað að virka á EG.5 afbrigði veirunnar þrátt fyrir að afbrigðið finnist ekki lengur. CDC hefur uppfært ráðleggingar til almennings vegna mRNA efnanna og ráðleggur nú öllum 6 mánaða og eldri að láta sprauta sig. Þar með talið ófrískum – á hvaða stigi meðgöngu sem er.

Á fundi CDC lýstu fundarmenn áhyggjum sínum vegna dræmrar þátttöku í covid bólusetningum meðal þjóðarinnar. Þannig hafa einungis 13% barna verið bólusett við Covid og 22% fullorðinna viðhaldið örvunarbólusetningum. Hlutfall bólusettra meðal 65 ára og eldri er einungis 42%.

Okkur til glöggvunar sem eru búin að missa töluna á fjölda örvunarbólusetninga sóttvarnarlæknis er klippan að neðan hjálpleg. Neðri klippan sýnir hvernig EG.5 afbrigðið sem næstu sprautu er ætlað að verjast mælist hverfandi, eða 0,1%. En hvað gerir CDC og embætti landlæknis ekki fyrir hluthafa Pfizer?Numer og fjoldi orvunarb

EG 5


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband