3.3.2024 | 08:07
Fyrr má nú rota
Við hjónin eigum farseðla með Icelandair til Orlando sem kostuðu USD 1.018 með sköttum og gjöldum um mitt síðasta ár. Nú stendur hugur okkar til að flýta för okkar til Florida um hálfan mánuð. Athugun leiðir í ljós að til að breyta miðunum þurfum við að greiða Icelandair 171.000 eða USD 1.220. Breyting á miðunum tvöfaldar fargjaldið til Orlando. Á vef Icelandair má sjá að séu farseðlar keyptir í dag kosta miðarnir það sama á báðum dagsetningum. Það er því Icelandair að kostnaðarlausu að breyta miðunum. Að sjálfsögðu er eðlilegt sem fyrr að hófleg greiðsla sé innt af hendi fyrir breytingar á farseðlum. En fyrr má nú rota en dauðrota eins og gömul kona hafði á orði þegar henni blöskraði.