Leita í fréttum mbl.is

Hrikalegar staðreyndir OECD skýrslu

Við lestur OECD skýrslunnar sem gerir samanburð á umframdauðsföllum aðildarlandanna fær Ísland hörmulegan vitnisburð.

  • Skýrslan staðfestir að Ísland var með aðra hæstu hækkun á dánartíðni meðal aðildarlanda OECD á árinu 2022 miðað við fyrra ár eða 11,5%. Í flestum löndum lækkaði dánartíðnin milli áranna 2021 og 2022.
  • Skýrslan staðfestir að dauðsföllum fjölgaði hlutfallslega mest á Íslandi í hópi 44 ára og yngri milli áranna 2020 og 2022 eða um tæp 10%. Hvergi annars staðar í Evrópu en í Póllandi fjölgaði látnum meira í yngsta aldurshópnum. Meðal landa í könnuninni fjölgaði dauðsföllum hlutfallslega mest í elsta aldurshópnum.

Stjórnendur heilbrigðismála fá því falleinkunn á sviði sóttvarna í samanburði OECD. Eftir að hagfræðingarnir skiluðu af sér skýrslunni hefur komið i ljós að Hagstofa Íslands hefur ofmetið fjölda landsmanna á liðnum árum. Hefðu hagfræðingar OECD haft réttar tölur við útreikningana hefðu tölur um íslensku dánartíðnina hækkað. Ísland hefði því komið verr út í samanburðinum en grein okkar Helga lýsir.IMG_0560


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband