Leita í fréttum mbl.is

Læknar sextánfalda ávísun á testósteróni á þremur árum

Þöggunin og yfirhilmingin meðal íslenskra lækna um bóluefnaskaðann er af þeirri stærðargráðu að þeim virðist hafa tekist að hittast á ráðstefnu (læknadögum) í janúar og ræða og miðla upplýsingum hver til annars án þess að nefna skaðann af völdum mRNA efnanna. Áherslur læknadaga má ráða af kynningu fundarins í Læknablaðinu. 

Í helgarblaði Morgunblaðsins er viðtal við Kolbrúnu Pálsdóttur kvensjúkdómalækni og krabbmeinsskurðlækni og Sigurdísi Haraldsdóttur krabbameinslækni og dósent. Þar greindu þær frá málþingi sem haldið var á læknadögum um krabbamein og hormóna vegna þess að þær höfðu tekið eftir mikilli aukningu á notkun hormónalyfja. Þannig hafi notkun á estrógeni tvöfaldast, notkun á prógesteróni áttfaldast og testósterónnotkun hafi sextánfaldast á síðustu þremur árum. „Það hefur lítið verið rætt um þetta. Þessi mikla aukning á stuttum tíma vakti okkur til umhugsunar. Við erum ekki með góð lyfjaform sem eru búin til fyrir konur og auk þess vantar alveg rannsóknir varðandi langtímaáhrif testósteróns á hjarta og æðar,“ segir Kolbrún og nefnir að ef til vill sé testósterónnotkun kvenna tískubóla. „Testósterón getur valdið aukaverkunum sem eru óafturkræfar, eins og skallamyndun, dýpri rödd og auknum hárvexti,“ segir Sigurdís.

Í heilsíðuviðtali við læknanna er ekki minnst á mikla fjölgun látinna af völdum illkynja krabbameins milli áranna 2021 og 2022. Í viðtalinu er ekki minnst einu orði á skaðann af völdum mRNA bóluefnanna að ekki sé talað um umframdauðsföllin. Getur verið að haldið hafi verið málþing um krabbamein án þess að orði hafi verið vikið að skaðsemi bóluefnna?

Þar sem læknarnir koma af fjöllum varðandi ástæður sextánföldunar notkunar testósteróns hormónsins er þeim bent á rannsókn teymis frá Yale School of Medicine og Icahn School of Medicine sem hafa fundið út að konur sem þjást af long covid - nýja hugtakið til að lýsa skaða af völdum mRNA bóluefnanna - hafi markvert lægra magn testósteróns í samanburði við þær konur sem hafa náð að jafna sig eftir bóluefnaskaðann. Ekki er því að undra að ávísun lækna á hormónið hafi margfaldast.Laeknabladid kynnir laeknadaga

 


mbl.is Er testósterónið tískubóla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband