17.3.2024 | 12:44
Átakanlega illa upplýstur ráðherra
Hverfandi umræða á sér stað á Íslandi um fyrirhugaðar breytingar á reglum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og nýja faraldurssáttmálann. Forstjóri stofnunarinnar endurtekur við hvert tækifærið á öðru ranga fullyrðingu um að breytingarnar muni ekki fela í sér framsal ákvarðana um faraldursviðbrögð frá aðildarlöndum til stofnunarinnar. Af eftirfarandi svari Willum Þórs Þórssonar við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar á Alþingi 27.11.23 sýnist forstjóranum hafa tekist að blekkja íslensk heilbrigðisyfirvöld:
Ég get hins vegar fullyrt varðandi það sem hefur kannski verið í umræðunni um að stjórn heilbrigðismála sé með einhverju marki með þessari reglugerð komin yfir til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á þeim ákvörðunum sem við tökum hér í íslensku heilbrigðiskerfi, að það er það ekki þannig. Það er ekki þannig. Stefnumótunin á sér ekki stað þar. Stefnumótunin á sér stað hér og við fylgjum henni og við fylgjum íslenskri stjórnarskrá og við fylgjum íslenskum lögum og við tökum ákvarðanir hér á Alþingi um það sem við viljum sjá í íslensku heilbrigðiskerfi. Það er staðfest og ég hef spurt eftir því.
Eins og hlekkjuð frétt og umfjöllun á heimasíðu Brownstone Institute bera með sér horfir illa fyrir þjóðinni vegna yfirgripsmikillar vanþekkingar ráðherra og hans helstu sérfræðinga í málaflokknum.