Leita í fréttum mbl.is

Hagstofan má ekki smitast af landlæknisembættinu

Undir engum kringumstæðum má Hagstofa Íslands smitast af talnaóreiðunni sem einkennir embætti landlæknis sem framleiðanda hagtalna.

Því miður virðast smitáhrifa gæta þegar ný frétt Hagstofu Íslands frá 21.3 s.l. um mannfjöldaþróun á síðasta ári er skoðuð. Þar má sjá að landsmenn voru 383.726 um áramót. Í fréttinni er EKKI að finna tölur um fjölda fæddra eða látinna. Hliðstæð frétt sem birt var 20.1.23 eða fyrir rúmu ári greindi frá fjölda fæddra og látinna. Að hagstofan birtir ekki tölur sem þeir hafa undir höndum og birt í janúar á liðnum árum vekur spurningar. Það vefst ekki fyrir milljónaþjóðum nágrannalandanna að birta upplýsingar fljótlega eftir lok hvers ársfjórðungs um fæðingar og andlát.

Stjórnendur embættis landlæknis hafa orðið uppvísir að hagræðingu talna með afturvirkum hætti um fjölda covid greindra í fréttabréfi sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar. Getur verið að embætti landlæknis hafi freistast til að hagræða fleiri tölum í því skyni að fela eyðileggingarslóð bóluefnanna? Mikið er í húfi fyrir hagstofuna að halda trausti innan lands sem utan sem opinber framleiðandi hagtalna á Íslandi. Trúverðugleiki embættis landlæknis hefur beðið hnekki og stjórnendur Hagstofu Íslands verða að gæta að orðspori stofnunarinnar sem undir engum kringumstæðum má smitast af landlæknisembættinu.

Klippan er af frétt Hagstofu Íslands í janúar í fyrra:Hagstofa mannfjoldi frett 200123 gult


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband