Leita í fréttum mbl.is

Heilbrigðisráðherra með bundið fyrir bæði augu

Aðeins eru tveir mánuðir til WHO fundarins þar sem aðildarþjóðirnar munu samþykkja nýjan faraldurssáttmála ásamt breytingum á reglum WHO. Breytingar sem munu FÆRA FARALDURSÁKVARÐANIR frá aðildarþjóðum til WHO og gefa stofnuninni völd til að taka ákvörðun um og fyrirskipa m.a.:

  • Bólusetningar
  • Notkun rafrænna bóluefnaskilríkja
  • Sóttkví og/eða einangrun
  • Takmörkun á ferðafrelsi
  • Hindra för yfir landamæri

Það er með miklum ólíkindum að hverfandi umræða á sér stað á Íslandi um áhrifin sem breytingarnar á reglum WHO kunna að hafa á líf landsmanna. Tedros forstjóri WHO endurtekur við hvert tækifærið á eftir öðru ranga fullyrðingu þess efnis að breytingarnar muni ekki fela í sér framsal ákvarðana um faraldursviðbrögð frá aðildarlöndum til stofnunarinnar.

Af eftirfarandi svari heilbrigðisráðherra frá 27.11.23 við fyrirspurn þingmanns um breytingar á reglum WHO og efni nýja sáttmálans má ráða að forstjóranum hefur tekist að blekkja íslensk heilbrigðisyfirvöld.

„Ég get hins vegar fullyrt varðandi það sem hefur kannski verið í umræðunni um að stjórn heilbrigðismála sé með einhverju marki með þessari reglugerð komin yfir til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á þeim ákvörðunum sem við tökum hér í íslensku heilbrigðiskerfi, að það er það ekki þannig. Það er ekki þannig. Stefnumótunin á sér ekki stað þar. Stefnumótunin á sér stað hér og við fylgjum henni og við fylgjum íslenskri stjórnarskrá og við fylgjum íslenskum lögum og við tökum ákvarðanir hér á Alþingi um það sem við viljum sjá í íslensku heilbrigðiskerfi. Það er staðfest og ég hef spurt eftir því.”

Eins og ofangreind tilvitnun í ræðu heilbrigðisráðherra ber með sér er ekki annað að sjá en hann fljóti sofandi að feigðarósi.Brownstone fyrirsogn WHP false claims


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband