25.3.2024 | 20:11
Dr. Aseem Malhotra hjartalæknir nefnir hegningarlögin
Fjölmiðill beindi fyrirspurn til Sóttvarnastofnunar USA (CDC) á grundvelli upplýsingalaga um tíðni hjartavöðvabólgu í kjölfar covid bólusetninga. Svar CDC var 148 bls. á lengd. Hvert einasta orð í skjalinu var yfirstrikað og því ólæsilegt.
Þykir svarið lýsa hroka og forherðingu sóttvarnayfirvalda og vera vitnisburð um takmarkaða virðingu fyrir upplýsingalögum. En með svarinu staðfestist grunur fjölmiðilsins. Hjartavöðvabólga sem alvarleg aukaverkun covid mRNA er staðreynd.
Fjölgar nú hratt í hópi sérfræðinga og lækna sem telja óhjákvæmilegt að hætta tafarlaust notkun efnanna. Dr. Aseem Malhotra hjartalæknir fjallaði um mikla fjölgun krabbameinstilvika sem rekja má til mRNA bóluefnanna. Í klippunni kallar hann eftir tafarlausri stöðvun á notkun efnanna og verði það ekki gert sé um saknæmt athæfi að ræða.