30.3.2024 | 12:56
Engar útskýringar enda hvað kemur landsmönnum þetta við
Fréttabréf sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar fyrir viku 11 er komið í leitirnar. Þar eru engar skýringar gefnar á tvöföldun covid greindra afturvirkt frá viku 35 sem sjá mátti í bréfinu fyrir viku 48 sem gefið var út 7.12. Talnaleikfimi landlæknis uppgötvaðist um daginn og töldu einhverjir að skýringar á tvöföldun talna frá og með viku 35 yrði að finna í bréfi viku 11. Sú reyndist ekki raunin.
Að neðan er klippa af covid kafla fréttabréfsins fyrir viku 11. Covid greindum hefur fækkað mikið á fyrstu vikum ársins ef marka má tölur embættisins. Umframdauðsföllin í janúar sem námu 11,6% samkvæmt tölum landlæknis og 26,8% samkvæmt tölum Eurostat (þau hæstu í Evrópu) mun landlæknir ekki geta skrifað á reikning veirunnar.