26.5.2024 | 12:07
Fækkun fæðinga víða um lönd
Elstu menn rekur ekki minni til þess að Hagstofu Íslands hafi ekki tekist að birta upplýsingar um fæðingar á fyrra ári þegar komið er fram í maí en sú er raunin þetta árið. Víða um lönd veldur fækkun fæðinga á liðnum misserum miklum áhyggjum. Í klippunni er umfjöllun frá Chile og Finnlandi. Furðu vekur að á heimasíðu landlæknis eru ekki nýrri tölur um fæðingar en frá árinu 2021.
Áður hefur á þessum vettvangi verið vakin athygli á hvernig upplýsingagjöf Hagstofu Íslands hefur hrakað á síðustu misserum en í stjórnarráðinu heyrir stofnunin undir forsætisráðuneytið. Af óútskýrðum ástæðum hrakaði upplýsingagjöf Hagstofunnar undir efnisflokknum mannfjöldi eftir að samstarfssamningur hennar og Embættis landlæknis um framleiðslu hagtalna var kunngerður í mars 2023.