31.5.2024 | 06:46
Geðheilsu landsmanna hrakar hratt frá 2014
Að fjöldi landsmanna með geðröskun hafi þrefaldast frá 2014 er með ólíkindum. Klippan úr ársskýrslu Tryggingastofnunar ríkisins fyrir árið 2023 ber með sér að einstaklingum sem þiggja endurhæfingarlífeyri hjá stofnuninni vegna geðraskana tekur að fjölga 2014 umfram mannfjöldaþróun og úr takti við aðrar sjúkdómsástæður sem liggja til grundvallar endurhæfingarlífeyri frá stofnuninni.
Breyting á reglum TR 2013/2014 kann að skýra þróunina. Ljóst er að óbreyttu stefnir í að nokkuð stór hluti þjóðarinnar verði kominn á endurhæfingarlífeyri vegna geðraskana hjá TR áður en núverandi áratugur hefur runnið sitt skeið.