Leita í fréttum mbl.is

Getur verið?

Getur verið að að hátt hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi mánuð eftir mánuð hafi átt þátt í niðurstöðum kosninganna?

Getur verið að einhverjir kjósenda hafi viljað forða forsætisráðherranum fyrrverandi frá því að lenda fyrirsjáanlega í þeirri erfiðu stöðu sem forseti lýðveldisins að staðfesta lagasetningu um skipun rannsóknarnefndar til endurskoðunar eigin embættisverka á faraldursárunum?

Getur verið að einhverjir kjósenda hafi viljað forða rannsóknarnefndinni frá því að lenda í þeirri erfiðu stöðu að endurskoða embættisverk forsetans í fyrra starfi, ráðherra í ríkisstjórn hennar og æðstu yfirmanna heilbrigðismála á faraldursárunum?

Getur verið að einhverjir kjósenda hafi talið rétt að forða fyrrverandi forsætisráðherra frá því að komast í aðstöðu til að hafa áhrif á endurskoðun ráðstafana á sviði sóttvarna á faraldurstímanum?

Getur verið að einhverjum kjósendum hafi ofboðið þegar þeim var boðið upp á myndbönd með fyrrverandi sóttvarnalækni ásamt helsta ráðgjafa hans og starfsmanns eiganda lyfjaframleiðenda til stuðnings framboði fyrrverandi forsætisráðherra og áttað sig á sig á að kjörið myndi hindra rannsókn á embættisverkum hinna sömu á faraldursárunum?

Getur verið að stór hluti þjóðarinnar hafi áttað sig á skynsemisbrestinum sem ákvörðun fyrrverandi forsætisráðherra að sækjast eftir embætti forseta lýðveldisins undir þessum kringumstæðum endurspeglar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband