Leita í fréttum mbl.is

Meginstraumsmiðill snýr við blaðinu

Með tíðum fréttaflutningi vísindaritstjóra The Telegraph þar sem opnað er á skaðsemi mRNA bóluefnanna er ljóst að orðið hafa mikilvæg kaflaskil. Þar til nýlega hefur þessi virti fjölmiðill skipað sér í hóp meginstraumsmiðla með þögn um aukaverkanir covid bóluefnanna. Ljóst er að ritstjórnarstefnu blaðsins hefur verið kúvent, þögninni aflétt og birtast nú greinar um skaðsemi bóluefnanna allt að því daglega.

The Telegraph greinir frá niðurstöðum rannsakenda við Vrije háskólann í Amsterdam sem birt var í BMJ Public Health. Rannsóknin náði til tölulegra gagna 47 vestrænna ríkja sem leiða í ljós liðlega 3 milljónir umframdauðsfalla frá árinu 2020. Rannsóknin sýnir að framhald varð á umframdauðsföllum þrátt fyrir tilkomu bóluefna og annarra sóttvarnaráðstafana.

Rannsakendur telja niðurstöðurnar, sem ekkert fordæmi eiga, kalla á rannsóknir á umframdauðsföllunum og þar með þátt bóluefnanna. Vísa rannsakendur til þess að á meðan faraldrinum stóð hafi stjórnmálamenn og fjölmiðlar hamrað daglega á mikilvægi mannslífa og bólusetninga til varnar Covid-19. Telja rannsakendur að hliðstæð siðfræði eigi við að faraldrinum afstöðnum og því verði að rannsaka til hlítar aukaverkanir bóluefnanna.

Tölur Embættis landlæknis og Evrópsku hagfræðistofnunarinnar staðfesta stöðu Íslands mánuð eftir mánuð í hópi þeirra landa sem flest umframdauðsföllin hafa. Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur ríkt þögn um umframdauðsföllin í íslenskum fjölmiðlum. Að tugir Íslendinga mæti ótímabærum dauðdaga í mánuði hverjum umfram það sem gera hefði mátt ráð fyrir hefur ekki til þessa verið talið fréttnæmt.

Ekki vekur síður athygli hvernig ærandi þögn sýnist ríkja um málið á Alþingi. Sú aðferð íslenskra stjórnvalda að stinga höfðinu í sandinn og horfast ekki í augu við skelfilegar afleiðingar bólusetninganna mun senn reynast þeim ófær þar sem erlendar athuganir munu leiða hið sanna í ljós.BMJ Conclusion


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband