5.6.2024 | 09:06
Ísland í öðru sæti 47 vestrænna ríkja
Í frétt á forsíðu Telegraph var greint frá niðurstöðum rannsakenda við Vrije háskólann í Amsterdam sem birt var í BMJ Public Health. Rannsóknin náði til tölulegra gagna 47 vestrænna ríkja sem leiða í ljós liðlega 3 milljónir umframdauðsfalla frá árinu 2020. Tafla sem fylgir rannsókninni staðfestir slakan sóttvarnarárangur Embættis landlæknis en Ísland var með annað hæsta hlutfall umframdauðsfalla meðal 47 vestrænna ríkja á árinu 2022.