8.6.2024 | 13:54
Það var þá ekki bóluefni eftir allt saman
Dómstóll í Bandaríkjunum hefur fellt dóm þar sem Covid mRNA bóluefnið er EKKI talið uppfylla skilyrði sem liggja til grundvallar hefðbundinni læknisfræðilegri skilgreiningu á bóluefni. Niðurstöðuna byggja þeir á þeirri staðreynd að ekki hefur verið sýnt fram á að bóluefnið komi í veg fyrir sýkingu eða að það hindri smit. Að efnið kunni að draga úr sjúkdómsáhrifum dugar ekki til að standa undir nafngiftinni.