Leita í fréttum mbl.is

Gaddaprótín SARS-CoV-2 hraðar líffræðilegri öldrun

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar liggur fyrir að hver heimsókn starfsmanna heilsugæslunnar á hjúkrunarheimili landsins með covid mRNA bóluefnin hraðar líffræðilegri öldrun þeirra vistmanna sem bóluefnið þiggja. Enn ein ástæða umframdauðsfallanna sýnist fundin.

Rannsóknin leiðir í ljós að gaddaprótínið á SARS-CoV-2 veirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hraðar líffræðilegri öldrun (epigenetic age acceleration EAA). Niðurstöðurnar beinast að tveimur af níu einkennum öldrunar sem gaddaprótínið hefur áhrif á. Þetta eru epigenetic breytingar með metýleringu og telómera attrition. Virkni mRNA bóluefnisins byggir á fyrirmælum til frumunnar um að framleiða gaddaprótínið á yfirborði veirunnar sem hraðar líffræðilegu öldruninni.

Hröðun líffræðilegrar öldrunar af völdum gaddaprótíns SARS-CoV-2 veirunnar ásamt því gaddaprótíni sem mRNA bóluefnið gefur frumum líkamans fyrirmæli um að framleiða bætist við miður góða reynslu almennings af mRNA efninu. Það er að bóluefnið komi hvorki í veg fyrir sýkingu af völdum veirunnar né hindri smit. Niðurstöður rannsókna sýna að dánarlíkur bólusettra sem þurfa innlögn vegna öndunarfærasýkinga eru nær tvöfalt hærri en óbólusettra. Þar sem sýnt hefur verið fram á að líkur á að sýkjast af Covid vaxa með hverri bólusetningu er ljóst að mRNA efnin hraða öldrun bólusettra með margvíslegum hætti.

Kernan oldrun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þorgeir Eyjólfsson
Þorgeir Eyjólfsson

Höfundur er eftirlaunaþegi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband