13.6.2024 | 15:02
Landlæknir staðfestir fjölgun dauðsfalla af völdum krabbameins
Dánarmeinaskrá landlæknis fyrir árið 2022 upplýsir að dauðsföllum af völdum illkynja æxla á Íslandi fjölgaði um 9% á árinu 2022. Illkynja æxli í blöðruhálskirtli dró 21% fleiri til dauða en á fyrra ári, eitilæxli 17%, mergæxli 40%, æxli í brisi 23% og dauðsföllum af völdum hvítblæðis fjölgaði um 33% frá fyrra ári.
Íslenski veruleikinn á sér japanska hliðstæðu þar sem þarlendir vísindamenn telja sig hafa fundið tengsl á milli bólusetninga og 6 tegunda krabbameins í stærstu rannsókn til þessa á skaða af völdum kóvid mRNA bóluefnanna. Gagnagrunnur með öllum 123 milljónum Japana lá undir í rannsókninni en Japanir eru ein bólusettasta þjóð heimsins. Krabbameinin eru í eggjastokkum, munnholi (vörum, munnholi og barka) blöðruhálskirtli, brisi, brjóstum auk hvítblæðis.
Íslendingum koma niðurstöður japönsku vísindamannanna ekki á óvart því þær eru í samræmi við reynsluna hérlendis sem Embætti landlæknis hefur staðfest.